Fyrirlestur og golfkennsla!
20.6.2010 | 18:05
Heiðar Davíð Bragason verður með fyrirlestur um golf og golfæfingar mánudaginn 21. júní fyrir þau börn og unglinga sem æfa hjá GA
Allir þeir sem eru með forgjöf 32 og lægra og allir strákar fæddir 1996 eiga að mæta kl. 9.00 á mánudagsmorgun
Aðrir mæta kl. 13.00
Óli vill að ALLIR mæti því þessi fyrirlestur og kennsla getur gefið krökkunum mjög mikið
Heiðar Davíð Bragason
Íslandsmeistari 2005.
Tvisvar orðið íslandsmeistari í sveitakeppni.
Stigameistari mótaraðar GSÍ 2003 og 2005.
Fjórum sinnum sigrað á Mótaröð GSí í karlaflokki.
Var fyrstur til þess að sigra einstaklingsmót erlendis í karlaflokki á vegum GSÍ 2004, braut þar með blað í íslenskri golfsögu, með því að sigra á Opna spænska og fylgdi því eftir með sigri á Opna velska sama ár.
Valinn í Evrópuúrval til þess að keppa gegn Stóra Bretlandi og Írlandi 2004.
6.sæti á áhugamannalista Evrópu 2004.
6 sinnum í topp 10 á sterkum áhugamannamótum á erlendri grundu.
Lék erlendis sem atvinnumaður á árunum 2006-2008.
Komst á annað stig úrtökuskóla evrópsku mótaraðarinnar 2006.
Lægsti 18 holu hringur í móti erlendis; sjö undir pari - 2004 og 2006.
Lægsti 18 holu hringur á Íslandi; níu undir pari á Dalvík - 2006.
Lægsta heildarskor í móti erlendis; níu undir pari á fyrsta stigi úrtökuskólans 2006.
Lægsta heildarskor í móti á GSÍ mótaröðinni; átta undir pari í Leirunni 2004.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.