Einhverf stúlka sigraði í sínu fyrsta golfmóti..
5.7.2010 | 20:34
Hans Guðmundsson skrifar þann 05.07 2010 - frá iGolf
Stefanía Daney Guðmundsdóttir GA, sem er 12 ára gömul, sigraði á Nýprent Open, sem er hluti af Norðurlandsmótaröðinni í byrjendaflokki stúlkna. Það mun kannski ekki alltaf þykja mikil frétt að 12 ára stúlka sigri á byrjendamóti, nema hvað Stefanía Daney er greind með ódæmigerða einhverfu og er að auki blind á hægra auga.
Og það er ekki búið. Hún fékk áhuga á golfi í síðustu viku og var í fyrsta skipti á golfvelli þegar hún var að leika á mótinu. Þá gerði hún sér lítið fyrir og fékk fugl á annarri braut, sem sagt annarri brautinni sem hún hafði þá aldrei nokkru sinnum leikið. Hún vippaði í holu fyrir utan flöt. Hún fékk að auki eitt par í mótinu.
Hún lék á 54 höggum, en leiknar voru 9 holur og verður það að teljast frábært skor af svo ungri stúlku. Í dag er hún á leið í Meistaramótið hjá GA.
iGolf óskar henni til hamingju með sigurinn á Sauðárkróki og góðs gengis á Meistaramótinu.
Vil taka það fram að hún Stefanía Daney byrjaði að fara á golfæfingar síðasta sumar en hefur ekki stundað þær reglulega, hins vegar þá ákvað hún í síðustu viku að stunda golfið af krafti og er dugleg að æfa núna en Óli Gylfa hefur greinilega komið einhverjum töfra-orðum inn í hausinn á henni sem fékk hana á einum klukkutíma til að hugsa ekki um annað en golf.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.