Íslandsmót í höggleik
12.7.2010 | 12:06
Um næstu helgi mun fara fram íslandsmót unglinga í höggleik í Vestmannaeyjum.
Hámark 144 keppendur geta tekið þátt í Íslandsmóti unglinga í höggleik sem skiptist niður í þrjá aldursflokka. Í hverjum aldursflokki verða hámark 48 keppendur þar af verða 36 strákar og 12 stelpur. Ef fjöldi skráðra keppenda fer yfir hámark í hverjum flokki ræður forgjöf því hverjir komast inn í hvern flokk fyrir sig. Þ.e.a.s 36 forgjafarlægstu strákarnir og 12 forgjafar lægstu stelpurnar í þeim flokki komast í mótið. Standi val á milli keppenda með jafnháa forgjöf skal hlutkesti ráða. Ef ekki næst hámarksfjöldi í einhvern ákveðin flokk má einungis bæta við keppendum í sama aldursflokk. Þátttökurétt öðlast erlendir kylfingar ekki fyrr en eftir a.m.k. þriggja ára samfellda búsetu hérlendis.
Keppnin til að komast inn í mótið er orðin mjög hörð. Á síðasta ári komust drengir inn með 22 í forgjöf. Í ár þurfa þeir að vera komnir í 17,5 til að komast inn. Af 55 strákum 14 ára og yngri sem sóttust eftir að komast í mótið, komast aðeins 36. GA á 8 stráka í þessum flokki. Af 12 stúlkum 14 ára og yngri, eigum við 2 og svo er einn í flokki 15-16 ára og ein stúlka í 17 -18 ára.GA á því að þessu sinni 12 ungmenni sem eru komin með það lága forgjöf að þau komast inn í þetta mót, 3 stúlkur og 9 drengi.
Gangi ykkur vel krakkar klúbburinn er stoltur af ykkur !
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.