Tékklisti fyrir Íslandsmeistaramót 2010

Tékklisti fyrir Íslandsmeistaramót 2010 Til að ná góðum árangri á golfhringnum er undirbúningur mikilvægur. Hér að neðan eru atriði sem nauðsynlegt er að hafa í huga fyrir golfhringinn jafnt í keppni sem æfingu:    

 

  • Golfsett  mikilvægt að kylfur séu hreinar      
  • Teldu kylfurnar í pokanum, hámark eru fjórtán kylfur. Gott er að hver kylfa hafi sinn stað í pokanum þannig að þú vitir ávallt hvar kylfan er sem  þú ætlar að nota.     
  • Hafðu alltaf nóg af golfkúlum í pokanum og túss til að merkja þær.
  •   passa að hafa nógu mikið
  • Blýanta, flatarmerki og flatargafal til viðgerða á kúluförum á flöt    
  •   Handklæði,  húfa, lúffur, regnbuxur og regnjakki hreinir golfskór , golfhanska fyrir þá sem það nota
  •  Regnhlíf og regnplast yfir golfpokann sé það til       
  • Hælsærisplástra        

 

Kynntu þér staðarreglur vallar mjög vel  Fylgdust með hvernær þú átt teig og mættu tímalega. Mikilvægt er að fá góðan nætursvefn svo þú haldir góðri einbeitingu allann hringinn átta stundir að lágmarki. Eins er mikilvægt að fá næringu eins og samlokur, ávexti eða orkustöng. Ekki gleyma að hafa meðferðis eitthvað að drekka, vatn eða íþróttadrykki eins og gatorate, powerade eða aquarius. Að leik loknum er mikilvægt  að ganga strax frá skorkortum og fara vel yfir þau. Skorkort skulu vera vel læsileg. Undirritið kortin ekki fyrr en þið eruð örugg um að þau séu rétt.  Að lokum er mikilvægt að muna að þó við keppum sem einstaklingar erum í leiðinni að keppa undir merkjum GA og því fylgir ábyrgð. Verum klúbb okkar því ávalt til sóma jafnt innan vallar sem utan .  Annað sem þarf að hafa með        

 

  • Almennur fatnaður sem hægt er að spila golf í (Ekki galla- né joggingbuxur á meðan á keppni stendur)
  •  Sundföt og handklæði     
  • Tannbursti og tannkrem, sjampó og aðra þá snyrtivörur sem þið notið        
  • 5- 8 sokkapör, nærföt og hlý undirföt ,   góð peysa (flís) sem hægt er að spila í,  langerma eða rúllukraga bolur/peysa til að vera í undir bol ,       náttbuxur eða annan inni klæðnað þegar heim er komið,  gsm og annar slíkur varningur er leyfður en er algerlega á ábyrgð ykkrar sjálfra. Slökkt skal vera á síma meðan menn eru á vellinum.        
  • Afþreyingarefni, gott er að grípa með sér bók, blað eða hvað það sem þið hafið áhuga á fyrir svefninn       Ofnæmislyf,  ef þið teljið ykkur þurfa        
  • Góða skapið 
  • Mjög mikilvægt að merkja vel alla hluti með nafni, félagi og síma. 

 

 Góða skemmtun og gangi ykkur vel J    

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband