Ryder skráning að renna út
8.8.2010 | 20:26
8 drengir hafa skráð sig: Björn Auðunn, Fannar, Jón Heiðar, Kristján, Stefán, Tumi, Viðir, Ævarr. Enginn möguleiki er að skrá sig eftir mánudaginn kl. 12:00. Ástæðan er að við getum bara verið með 8, 12, 16, o.s.frv. Þar sem 4 verða að vera í holli. Strax kl. 12:00 verður farið í það að finna auka spilara ef fylla þarf í holl. Þegar því er lokið komast engir iðkenndur inn í mótið sama hvaða afsökun er fyrir hendi.
Þetta er fyrir alla sem eru á unglingastiginu, stúlkur og drengi (18 ára og yngri) og eru með 29,9 eða lægra í forgjöf. Spilað verður foursome fyrri 9 og svo holukeppni seinni 9. Dæmi: Fannar, Jón Heiðar, Kristján, Stefán, saman í holli. Fyrri 9 gætu Jón Heiðar og Kristján verið saman í liði (Evrópa) á móti Fannari og Stefáni (Ameríka). Liðið slær einum bolta til skiptis. T.d. Fannar Upphafshögg, Stefán högg nr. 2, Fannar 3ja högg o.s.frv. Seinni 9 gætu Fannar spilað holukeppni gegn Jóni Heiðari og Kristjan gegn Stefáni. Þannig vinna hver og einn inn stig fyrir sitt lið. Tek það fram að þetta er eingöngu dæmi hér að ofan með liðskipanina, þetta eru ekki endilega þeir sem mæta hvorum öðrum. Þetta er sem sagt ástæðan að ekki er hægt að skrá sig eftir kl. 12:00 á mánudaginn.
Flokkur: Golffréttir | Breytt s.d. kl. 21:33 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.