Æfingaferð fyrir sveitakeppni á Húsavík þriðjudaginn 10. ágúst
9.8.2010 | 15:20
Óli er búinn að láta þau vita sem eiga kost á að fara.
Lagt verður af stað kl. 7.30 frá Jaðri ( gott að mæta aðeins fyrr ) Þeir sem eru ekki með far með sínu foreldri borga þeim bílstjóra sem þeir fara með kr. 1200 ( sama gjald og þegar farið er í fótboltaferðir )
Gott að taka með sér nesti fyrir daginn og eitthvað að drekka. Ekki gleyma vatnsbrúsa
Reiknum með að það verði hægt að kaupa sér eitthvað í sjoppunni í skálanum á Húsavík.
Þeir foreldrar sem hugsanlega gætu keyrt eru beðnir að taka aukafarþega eftir því sem þörf verður á.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.