Sveitakeppni unglinga - Þorlákshöfn, föstudagur 20. ágúst 2010

Dagurinn var tekinn snemma og hóf A-sveit leik kl. 09 en B-sveit kl. 11. Það blés hressilega um mannskapinn og það auðveldaði ekki leik í dag. Völlurinn er þröngur og ríggresi eins og augað eygir, þannig að það skiptir miklu máli að vera á braut. Strákarnir stóðu sig allir með mikilli prýði og voru sjálfum sér og klúbbnum til sóma í alla staði.

Eftir að leik lauk, var farið á "Svarta sauðinn" og snæddar lambasteikur, kartöflur, brún sósa, rauðkál og allt annað sem tilheyrir.

 Við skelltum okkur svo heim á gistiheimili, allir vel þreyttir eftir langan og góðan dag. Ari fararstjóri galdraði fram léttan kvöldverð, þar sem hæst ber að nefna SúrFruit (súrmjólk hlaðin með með ferskum nýskornum ávöxtum) sem vakti mikla lukku. Líklegt verður að telja að þessi réttur verði ofarlega á lista yfir jólamatinn í ár hjá strákunum.

Annars er stefnan sett á að menn fari í háttinn nú um tíuleytið, þar sem það er ræs hjá A-sveit eitthvað fyrir sex í fyrramálið. Á morgun verður leikið bæði í holukeppni og foursome þannig að það verður nóg um að vera og eins gott að vera vel hvíldir fyrir átökin.

Smelltu hér til að sjá myndir frá föstudeginum 

Kveðja Fararstjórar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Snilld að fá að sjá myndir af köppunum  Greinilegt að allir eru að skemmta sér vel og hafa gaman.

 Kv. Frá Ak, Ellen (mamma Óskars)

Ellen Óskarsdóttir (IP-tala skráð) 21.8.2010 kl. 19:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband