Sveitakeppni unglinga - Þorlákshöfn, laugardagur 21. ágúst 2010
21.8.2010 | 23:14
Klukkan sló 06:00 þegar A-sveitin var ræst á lappir í morgun og óhætt að segja að margir hefðu verið til í að fórna golfsettinu (allavega hluta af því) fyrir aðeins lengri svefn. Þeir hófu leik kl: 7:24, en B-sveitin fékk að sofa út þar sem þeir hófu ekki leik fyrr en 15:22.
Það var hreint út sagt algert rok hér í dag, þrátt fyrir að sólin hefði ekki látið sig vanta. Það lá við að allt fyki sem ekki var yfir 30kg og voru fararstjórar farnir að íhuga að binda leikmenn við golfsettin. Rokið hafði mikil áhrif á leik flestra en okkar menn stóðu sig eins og hetjur og létu þetta ekki slá sig út af laginu.
A-sveit vann GKG-B sveit 2-1 í morgun, og sigruðu svo GS 2-1 eftir hádegið.
B-sveitin spilaði við GG (Golfklúbb Grindavíkur) og sigruðu 2-1, þannig að óhætt er að segja að strákarnir hafi staðið sig frábærlega í dag.
B-sveitin hefur nú lokið leik sínum hér í sveitakeppninni og mun fara í ferð á Kiðjaberg á morgun og spila 18 holur, en A-sveitin mun spila 2 umferðir hér í Þorlákshöfn rétt eins og í dag.
Veðurspáin fyrir morgundaginn er ekki sérlega girnileg, 10m/s og einhver rigning í kaupbæti svona rétt til að gleðja mannskapinn. Þannig að það er ljóst að okkar menn verða að vera við öllu búnir, í bæði vind og regngöllunum.
Frábær dagur að baki og strákarnir sælir og glaðir með flottan árangur.
Smelltu hér til að sjá myndir frá laugardeginum
Kveðja
Fararstjórar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.