Sveitakeppni unglinga - Þorlákshöfn, sunnudagur 22. ágúst 2010

Enn á ný var ræsing um 06:00 hjá A-sveit en B-sveit svaf á sínu græna til um 10:00. Það blés á okkur sem og aldrei fyrr og menn þökkuðu fyrir að hárlufsurnar héngu á.

A-sveitin stóð sig glæsilega og vann sameinaða sveit Dalvíkur/Húsavíkur/Ólafsfjarðar 2-1 og einnig sveit Nesklúbbsins 3-0, þannig að árangur þeirra er glæsilegur og enduðu þeir í níunda sæti.

Á meðan A-sveit atti kappi í Þorlákshöfn, hélt B-sveitin á Kiðjaberg og hélt GA Open sem var punktakeppni. Þar sigraði Stefán Einar, Fannar Már í öðru sæti og Aðalsteinn í þriðja sæti. Þriðja sætið komst ekki á hreint fyrr en eftir bráðabana milli Aðalsteins og Víðis. Ekki var rokið minna í Kiðjabergi, sett féllu um koll, og þriggja hjóla kerra fauk á hliðina - og þarf nú sitthvað til.

Hér heima í húsi var eldaður "Dúddisen" í kvöldmat (sem er samloka með grillaðri skinku, osti, beikon, eggi og tómatssósu) og féll þessi réttur í mjög svo góðan jarðveg allra viðstaddra. Það er ekki laust við að mannskapurinn sé orðinn nokkuð þreyttur, í það minnsta er mun rólegra yfir mönnum hér í kvöld en síðustu kvöld.

Hreint út sagt mögnuð ferð að baki og allir strákarnir okkar búnir að standa sig eins og hetjur -

LANGFLOTTASTIR !

 

Smelltu hér til að sjá myndir frá sunnudeginum

 
Við fararstjórarnir hér í Þorlákshöfn þökkum fyrir okkur.


 

Kveðja


Jói, Ari og Leifur (sem varð fimmtugur í dag)! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband