Kylfuþrif og sala á notuðum golfsettum:
7.6.2011 | 22:16
Ágætu GA-ingar,
Laugardaginn 11. júní verður fjáröflunarstarf unglinga GA sem stefna á æfingaferð næsta vor. Það sem verður boðið upp á er kylfuþrif og sala á notuðum golfsettum.
Sala á notuðum settum:
Boðið verður upp á fyrir hinn almenna kylfing að koma með golfsett sem þarf að losa
sig við upp á Jaðar, föstudaginn 10. júní. milli kl. 19 og 20:30. Þar gefur seljandi upp hvað hann vill fá fyrir settið og einnig verður einhver á staðnum sem getur hjálpað til með verðlagningu sé þess óskað.
Á laugardeginum milli kl.10 og 14 fer svo sjálf salan fram, þar
sem byrjendur sem og lengra komnir geta kíkt við og séð hvort eitthvað sé á boðstólnum sem hentar þeim.
Unglingarnir taka svo 15% prósent fyrir en þó aldrei lægra 1.000 og ekki hærra en 6.000 fyrir hverja sölu.
ATH. Hafið kylfurnar hreinar, hægt er að fá þrif á þeim gegn neðangreindu gjaldi.
Kylfuþrif:
Einnig verður boðið upp á þrif á kylfum og kostar það 500 kr. á heilt sett. en 300 kr . á hálft sett. Við verðum á sama tíma og salan á settunum, frá 10 til 14.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.