Ryder-cup
4.7.2011 | 15:46
Á miðvikudaginn verður hið hefðbundna Miðvikudagsmót. Það verður með því fyrirkomulagi að þeir sem taka þátt verður skipt í tvö lið. Fyrri 9 holurnar verða tveir saman og keppa í fjórmenning en þá slá samherjar boltanum til skiptis. Seinni níu verður keppt í holukeppni en þar mætast leikmenn af svipuðum styrkleika úr sitt hvoru liðinu. Senda skal tilkynningu á snorberg@akmennt.is í síðasta lagi fyrir klukkan 16:00 á morgun þriðjudag. Ræst er út kl. 8:10 á miðvikudagsmorgni og því þarf að vera mættur 7:50 í síðasta lagi. TIl að vera gjaldgengur í mótið þarf að vera undir 18 ára og vera með undir 30 í forgjöf. Þar sem mikilvægt er að allir sem skrá sig mæti er stranglega bannað að skrópa eða mæta seint þar sem þetta byggist á að við séum með akúrat 4 saman í holli og ef einn dettur út er hollið ónýtt.
Flokkur: Golffréttir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.