Gamlársdagspúttmót
29.12.2011 | 16:14
Púttmót laugardaginn 31. desember Gamlársdag
Mun ágóði af þessum mótum renna til unglingastarfs GA.
Mæta má hvenær sem er frá kl. 11.00 - 14.00 síðustu keppendur byrji ekki seinna en kl. 14.00. Veitt verða verðlaun í karla, kvenna og unglingaflokki 16 ára og yngri. Kylfingur getur einungis unnið ein fyrstu verðlaun. Sérstök verðlaun fyrir flesta ása. Verðlaunaafhending strax að móti loknu um kl. 14.00.
Hver keppandi spilar 2 x 18 holur og skilar inn betri hring. Mótsgjald kr. 1.000.-, kr. 500.- fyrir 18 ára og yngri (ekki hægt að greiða með korti).
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.