Glæsileg verðlaun í púttmótaröðinni
20.3.2012 | 12:41
Óhætt er að segja að aldrei hafi verið jafn vegleg verðlaun í púttmótaröð unglingaráðs. Í karla- og kvennaflokki voru Ping pútterar í 1.verðlaun frá Íslensk-Amrísaka (Óla Gylfa) og Hole in one. Fyrir 2. sætið voru hárvörur að verðmæti 7.500 kr. og kjötkarfa frá Goða. Í 3. sæti var svo kjötkarfa frá Goða.
Í unglingaflokki voru 1. verðlaun Mizuno Warmalite peysa að verðmæti 15.000 kr. 2. sætið fékk hárvörur og sex Titlelist bolta og 3. sætið fékk kíkir og þrjá Titlelist bolta. Dregið var svo úr skorkortum og fengu Víðir Steinar, Anton Ingi, Óli Gylfa, Guðmundur Lárusson og Helgi Gunnlaugs. þrjá Titlelist bolta. Lyklakippum merkt Artic open (25 ára viðhafnarútgáfa) var dreift til allra á staðnum. Unglingaráð og foleldrafélag þakkar ykkur sem þátt tóku í mótaröðinni kærlega fyrir þátttökuna og sjáumst vonandi á næsta vetri.
Flokkur: Golffréttir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.