Miðvikudagurinn 3. júlí

Í dag var byrjað á því að kenna krökkunum að telja punkta eftir Stableford kerfi. Samkvæmt því kerfi er parið á 18 holum 36 punktar, þ.e. 2 punktar á hverja holu. Þegar þjálfarar voru búnir að kenna þetta skemmtilega talningarkerfi, fóru krakkarnir út að spila, og töldu punktana sem þau fengu. Spilaðar voru seinni 9 holurnar, við fínar aðstæður og skemmtu krakkarnir sér mjög vel. Talningin gekk vel og stóðu krakkarnir sig vel við að telja punktana sína. Úrslit verða birt síðar.

 

Æfing morgundagsins fer svo fram eftir áður útgefinni tímatöflu, og hlökkum við til að sjá sem flesta. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband