Mánudagurinn 15.07.2013
15.7.2013 | 11:34
Í dag prófuðum við að spila Texas Scramble. Það spilast þannig að tveir eru saman í liði og slá báðir hvert högg en velja alltaf betri boltann eftir hvert högg. Sá sem á ekki betri boltann nær þá í sinn bolta og leggur hann niður þar sem hinn boltinn lá og slær þaðan. Þannig gengur það við hvert högg. Við spiluðum fjórar holur í dag, 10, 11, 12 og 18.
Á miðvikudaginn ætlum við að spila með sama fyrirkomulagi en þá verða krakkarnir dregnir saman í lið en í dag var valið í lið.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.