Miðvikudagurinn 17 júlí
18.7.2013 | 10:40
Í dag var haldið 4 holu mót með sama fyrirkomulagi og krakkarnir höfðu æft sig að spila síðastliðinn mánudag, sem var Texas Scramble.
Krakkarnir voru dregin saman í lið og voru alls 12 lið sem verður að teljast nokkuð góð mæting.
Liðin:
Svenni - Hákon
Elín - Björn
Auðunn - Anna
Ingunn - Ólavía
Tinna - Kristján
Sigrún - Tumi
Mikael Guðjón - Gulli
Gunnar A. - Róbert
Davíð - Sara J.
Emilía - Mikael Máni
Andrea - Sara
Aron - Sigurður
Sigurvegararnir að þessu sinni voru þau Emilía Jóhannsdóttir og Mikael Máni Sigurðsson sem spiluðu holurnar 4 á 13 höggum eða á 1 undir pari sem verður að teljast frábær árangur og óskum við þeim til hamingju með sigurinn.
Einnig viljum við minna á áskorendamótaröðina sem fram fer á Dalvík næsta laugardag og GSÍ mótaröðina sem fer fram á Jaðri um helgina. Við vonumst til að sem flestir af okkar krökkum taki þátt á þessum mótum og óskum við þeim góðs gengis.
Kv. Þjálfararnir :)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.