Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011
Inniaðstaðan okkar
31.1.2011 | 09:39
Ágætu golffélagar
Fréttir af inniaðstöðu í kjallara íþróttahallar.
Þegar farið var af stað með hugmyndavinnu um nýtingu kjallarans fyrir GA og Skotfélagið kom í ljós að endurnýja þyrfti brunahönnun rýmisins og fá hana samþykkta hjá byggingareftirlitinu. Segja má að þessi þáttur hafi komið svolítið aftan að okkur og valdið því að GA og Skotfélagið hafa ekki getað hafið vinnu við framkvæmdir aðrar en að rífa niður og henda út því sem ekki á að nota.
Brunahönnun þarf að fara í gegnum visst ferli hjá bænum og lofað var að það yrði klárað í janúar. Samþykki fyrir brunahönnun kom svo núna 20. janúar og í framhaldi af því voru sendar inn teikningar til byggingafulltrúa sem verða teknar fyrir á næsta fundi hjá þeim, þegar því ferli er lokið verður gefið út byggingarleyfi, þá tekur við verkferli af hálfu bæjarins um að klára vissar framkvæmdir sem lúta að þeim og í framhaldinu er hægt að hefja uppbyggingu á fullu.
Hingað til hefur bærinn verið að endurnýja lagnir í lagnakjallara og við að rífa niður það sem ekki stóð til að nota og nú verður farið af krafti í að taka niður nokkra létta veggi og mála. Það er ekki hægt að lofa hvenær endanlegum frágangi verður lokið en lagt verður kapp á að klára þetta sem fyrst.
Hvað varðar aðstöðu okkar í dag þá er hún ekki alslæm. Í Þrekhöllinni höfum við 3 mottur uppi þar sem hægt er að slá í net. Einnig er hægt að setja upp púttrenning þar sem hægt er að æfa strokuna en ekki eru til staðar holur enn sem komið er.
Við höfum 18 holu golfhermi þar sem hver og einn kylfingur getur pantað sér tíma. Ennfremur er í herminum æfingasvæði sem hægt er að bóka sér tíma í.
Ekki má gleyma aðstöðunni í Boganum, en við höfum 3 tíma þar á viku, 2 fyrir börn/unglinga og almenna kylfinga og auk þess einn fyrir afrekshópinn. Held að við getum fullyrt það að það er enginn annar golfklúbbur á landinu með þannig aðstöðu fyrir börn og unglinga í sínum klúbbum.
Eins og staðan er í dag er ljóst að það mun taka tíma að klára aðstöðuna okkar endanlega. Það er hins vegar ósk okkar að kylfingar í GA taki viljann fyrir verkið og sjái björtu hliðarnar á því sem þó er til staðar enn sem komið er og noti sér þá aðstöðu sem er tilbúin í dag. Vonandi getum við svo opnað nýtt púttsvæði og klárað inniaðstöðuna okkar eins og við viljum hafa hana sem fyrst.
Kennarinn okkar hann Óli fór í smá sumarfrí og kemur heim 3. febrúar og þá verður búið að setja upp æfingaplan fyrir litla hópa sem hann kallar á til æfinga.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skilaboð frá Óla
26.1.2011 | 11:54
Óli kemur heim 3. febrúar
Þá verður hann tilbúinn með litla hópa sem hann kallar svo á
æfingar í inniaðstöðunni okkar. Hvetjum ykkur til að nýta
ykkur tímana í Boganum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fundarboð
15.1.2011 | 09:36
Fundarboð til foreldra og forráðarmanna barna og unglinga í GA
Fundarefni eru æfingar barna og unglinga sem hafa hug á því að æfa veturinn 2011. Eins og foreldrum er kunnugt um hefur aðstaða GA ekki opnað í vetur í þeirri mynd sem áætlað var.
Boðum við því til þessa fundar með ykkur:
- Miðvikudaginn 19. janúar kl 18:30
Við viljum fara yfir stöðu mála með ykkur og Óli mun gera grein fyrir því hvernig æfingum og aðstöðu verður háttað fyrst um sinn.
Ekki hefur náðst að gera aðstöðuna klára fyrir börnin ykkar
Við viljum biðja ykkur að hafa klárt hvaða tímar dags henta ykkar börnum þá mun Óli fara yfir þau mál og setja upp æfingar sem hentar þeim þar til aðstaðan verður klár, þá mun koma tímatafla þar til við færum okkur út aftur.
Athugið það er mjög mikilvægt að foreldri mæti fyrir barnið sitt þannig að hægt sé að koma þessum málum á hreint og byrja æfingar sem fyrst.
Okkur þykir þetta miður og höfum lagt okkur fram við að reyna að þrýsta á að umbætur verði gerðar eins fljótt og unnt verði þannig að iðkendur komist inn í nýja og betri aðstöðu til að æfa sig.
Unglingaráð
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Æfingar í Boganum
3.1.2011 | 13:37
Æfingar í Boganum hefjast aftur 4. janúar
Óli
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gleðilegt ár
1.1.2011 | 14:23
Gleðilegt nýtt golfár. Verum dugleg í því að fínpússa sveifluna, púttstrokuna í vetur og komum klár út í sumarið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)