Bloggfærslur mánaðarins, desember 2011
Gamlársdagspúttmót
29.12.2011 | 16:14
Púttmót laugardaginn 31. desember – Gamlársdag
Mun ágóði af þessum mótum renna til unglingastarfs GA.
Mæta má hvenær sem er frá kl. 11.00 - 14.00 síðustu keppendur byrji ekki seinna en kl. 14.00. Veitt verða verðlaun í karla, kvenna og unglingaflokki 16 ára og yngri. Kylfingur getur einungis unnið ein fyrstu verðlaun. Sérstök verðlaun fyrir flesta ása. Verðlaunaafhending strax að móti loknu um kl. 14.00.
Hver keppandi spilar 2 x 18 holur og skilar inn betri hring. Mótsgjald kr. 1.000.-, kr. 500.- fyrir 18 ára og yngri (ekki hægt að greiða með korti).
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Samherjastyrkur til GA
29.12.2011 | 16:01
Unglingastarf Golfklúbbs Akureyrar fékk styrk að upphæð 600.000. kr. frá Samherja en útdeilt var 75 milljónum á Eyjafjarðasvæðinu í gær, 28. desember, í formi styrkja.
Fyrir hönd allra barna – og unglinga í Golfklúbbi Akureyrar sendum við okkar bestu þakkir til Samherja.
Jólakveðja
22.12.2011 | 00:54
Unglingaráð óskar öllum kylfingum
Gleðilegrar jólahátíðar og farsældar
á komandi ári
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Opnunartími Golfhallarinnar um hátíðirnar
19.12.2011 | 10:58
Opið verður sem hér segir í Golfhöllinni
19. - 22. desember er opið frá kl 12.00 - 21.00
23. desember er opið frá kl 12.00 - 17.00
Lokað verður 24. 25. og 26. desember
27. - 29. desember er opið frá kl. 12.00 - 21.00
30. desember er opið frá kl. 12.00 - 17.00
Lokað verður 31. desember og 1. janúar.
Hvetjum alla til að mæta og æfa sig yfir hátíðarnar.
Golffréttir | Breytt 20.12.2011 kl. 10:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tiger vinsælastur
18.12.2011 | 21:48
Tiger er vinsælastur kylfinga af þeim sem kusu hér á síðunni en hann hlaut rúmlega 30% atkvæða. Jafnir í 2. sæti voru mjög svo álikir spilarar, þeir Rory og Óli Gylfa en þeir fengu 11,5%. Reyndar fékk ritstjóri fréttir af því frá fréttaritara síðunar á Írlandi að Rory hafi gengið á milli tölva að kjósa sjálfan sig, sem skýrir hvernig hann náði jöfnu við hinn goðsagnakennda hr. Gylfason.
Ný könnun er komin hér til hliðar.
Jólafrí
16.12.2011 | 10:20
U.S. kids golfsett
4.12.2011 | 11:17
Hægt er að panta hin vinsælu U.S.kids golfsett hjá Snorra á snorberg@akmennt.is eða í síma 848-8181. Tilvalið í jólapakkann.
Af hverju U.S. kids? Léttari kylfuhausar sem auðvelda tæknivinnuna og hjálpar til við að ná sveiflunni betri. Fimm stærðir af kylfum sem hjálpar til viða að viðkomandi sé með réttu kylfurnar.
Flest allir, ef ekki allir golfkennarar mæla með að notaðar séu U.S. kids kylfur sem allrar lengst.
Settin eru merkt litum og stærð iðkendans segir til um hvaða litur hentar:
Rauður: 92 cm. – 107 cm.
Blár: 107 cm. – 122 cm.
Orange: 122 cm. – 137 cm.
Grænn: 137 cm. – 152 cm.
Gulur: 152 cm. – 167 cm.
Golffréttir | Breytt s.d. kl. 11:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)