Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2011

Úrslit úr páskamóti !

Sigurvegarar á páskamóti GA 2011 sem haldið var í Boganum 18. apríl

Það var fín þátttaka og skemmtu allir sér konunglega við hinar ýmsu þrautir sem voru settar upp á þann hátt að tveir og tveir voru saman og söfnuðu stigum við hverja þraut. Alls var þátttakendum skipt upp í þrjá hópa. Hópar eitt og tvö þreyttu sex þrautir en hópur þrjú fimm þrautir.

Hópur 1.

Björn Auðunn Ólafsson 31. stig

Hópur 2.

Daníel Hafsteinsson 25. stig

Hópur 3.

Örnólfur 17. stig

Útdráttarverðlaun hlutu:

Víðir Steinar

Sævar Helgi

Ásgeir Tumi

Allir þátttakendur fengu páskaglaðning og svo var skemmtilegur leikur í lokin sem var tímataka í hraðabraut, má með sanni segja að mikið hafi verið hlegið og keppendur haft gaman að þar sem fullorðnir jafnt sem börn tókust á í hver yrði fyrstur að ná yfir brautina á sem skemmstum tíma. Hlutskarpastur þar var Stefán Fannar Ólafsson á 5.8 sek.

 


Tertuföt í óskilum !

Þónokkur tertuföt urðu eftir í skálanum eftir tertuhlaðborðið.

Þar sem skálinn er lokaður var farið með þau í golfhöllina,

en þar er opið flesta daga. Vinsamlegast sækið fötin ykkar .

Unglingaráð þakkar framlag ykkar


Úrslit í fyrsta púttmótinu:

Fyrsta púttmót unglingaráðs var haldið í dag.

Úrslit urðu eftirfarandi:

 

Flokkur fullorðinna:

1. Sigurður Samúelsson

2. Ólafur Gylfason

3. Ingi Hauksson

Þeir voru allir jafnir með 33 högg en þegar talið var

afturábak stóð Sigurður uppi sem sigurvegari

 

Unglingar 13 - 18 ára:

 

Tumi Hrafn Kúld 33 högg

 

Börn 12 ára og yngri:

 

Lárus Antonsson 33 högg

 

Unglingaráð þakkar þátttökuna og vonast eftir að sjá fleiri sunnudaginn eftir páska en þá verður

annað mót.


Púttmót!

PÚTTMÓT

til styrktar unglingastarfi GA.

Púttmótin verða haldin næstu sunnudaga í Golfhöllinni.

  • Leiknar verða 2x18 holur betri hringur telur.
  • Hvert mót er sjálfstætt mót og verður opið frá kl. 10 - 16.

Leikið verður í þremur flokkum:

  • Krakkaflokkur verður fyrir 12 ára og yngri verð: 500 kr.-
  • Unglingaflokkur er 13- 17ára verð: 500 kr.-
  • Fullorðinsflokkur verð:1000kr.-

Í lokin verða krýndir   "Púttmeistarar GA innanhúss" í hverjum flokki

Verðlaunaafhending verður eftir hvert mót þar sem vegleg verðlaun verða veitt í hverjum flokki

Allur ágóði púttmótanna rennur í ferðasjóð unglingaráðs v/ æfingaferðar unglinga

 

Unglingaráð GA


Kaffihlaðborð á sumardaginn fyrsta / skírdag

Sumardagurinn 1. / Skírdagur:

Kaffihlaðborð unglingaráðs 

 

Árlegt kaffihlaðborð verður að Jaðri sumardaginn fyrsta

fimmtudaginn 21 apríl kl: 15:00 - 17:00

allur ágóði rennur beint til barna og unglingastarfs GA .

 

Öllum opið endilega hvetjið sem flesta til að mæta og styrkja börnin okkar og eiga góða stund með öðrum golfurum J

 

Verð: 1200 fyrir fullorðna, 600 fyrir börn og unglinga og frítt fyrir 6 ára og yngri.

 

Öll börn upp að 18 ára sem æfa golf hjá GA og eru í klúbbnum heyra

undir unglingaráð.

 

Minnum einnig á  púttmótaröðina sem nú er í gangi á sunnudögum í golfhöllinni.

Unglingaráð


Páskafrí !

Páskafrí verður frá æfingum frá þriðjudeginum 19. apríl

 

Við byrjum svo aftur þriðjudaginn 26. apríl

 

Þjálfari


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband