Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2012

Úrslit í púttmóti nr. 3

Í karlaflokki sigraði Ingi Hauksson á 27 púttum en Sólveig Erlends í kvennaflokki á 30 púttum. Í unglingaflokki sigraði Daníel Hafsteinsson á ótrúlegu skori, 24 púttum.

Staðan í mótaröðinni er hér til vinstri undir heitinu Púttmótaröð.


Púttmótaröð unglingaráðs, mót nr. 3

Keppt er í þremur flokkum, yngri en 19 ára, 19 ára og eldri karla- og kvennaflokki. 6 bestu af 8 mótum gilda til stigameistara. Verðlaun fyrir 3 efstu sætin í hvorum flokki í lok mótaraðar, einnig ætlum við að bæta við verðlaunum fyrir efsta sæti í hverju móti fyrir sig.  Opið er frá kl. 10.00 en keppni hefst kl. 11.00 – 14.00, lengur ef þurfa þykir. 

Verð 1.000 kr. í eldri flokknum og kr. 500 í þeim yngri.


Úrslit í Púttmótaröð nr. 2

Í karlaflokki sigraði Þorvaldur Jónsson á 27 púttum en Anna Einars í kvennaflokki á 34 púttum. Í unglingaflokki sigraði Daníel Hafsteinsson á 31 pútti en hann ásamt tveimur öðrum var á því skori, en með betri seinni 9. ´

Staðan í mótaröðinni er hér til vinstri undir heitinu Púttmótaröð.


Úrslit í púttmótaröðinni

Hér til vinstri er kominn tengill á úrslit úr púttmótaröðinni.

Fyrstu sigurvegarar eru Kristján Benedikt í unglingaflokki, Auður Dúa í kvennaflokki og Þórir Þórisson í karlaflokki. Báðir sigurvegarar í eldri flokkum urðu jafnir öðrum og þurfti að telja til baka hver yrði efstur.


Púttmótaröð unglingaráðs

Eins og undanfarin ár (nema í fyrra) þá höfum við verið með mjög skemmtilega púttmótaroð í inniaðstöðunni og hefur innkoman farið til að efla unglingastarfið í klúbbnum á einn eða annan hátt. Mjög góð þátttaka hefur verið í þessum mótum og mikil stemming skapast um það hver verður stigahæstur – keppt er í tveim flokkum 18 ára og yngri og 19 ára og eldri. 6 bestu af 8 mótum gilda til stigameistara. Verðlaun fyrir 3 efstu sætin í hvorum flokki.  

Fyrsta mótið er núna á sunnudaginn – Opið er frá kl. 10.00 – keppni hefst kl. 11.00 – 14.00, lengur ef þurfa þykir.

Verð 1.000 kr. í eldri flokknum og kr. 500 í þeim yngri.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband