Bloggfærslur mánaðarins, mars 2012
Glæsileg verðlaun í púttmótaröðinni
20.3.2012 | 12:41
Óhætt er að segja að aldrei hafi verið jafn vegleg verðlaun í púttmótaröð unglingaráðs. Í karla- og kvennaflokki voru Ping pútterar í 1.verðlaun frá Íslensk-Amrísaka (Óla Gylfa) og Hole in one. Fyrir 2. sætið voru hárvörur að verðmæti 7.500 kr. og kjötkarfa frá Goða. Í 3. sæti var svo kjötkarfa frá Goða.
Í unglingaflokki voru 1. verðlaun Mizuno Warmalite peysa að verðmæti 15.000 kr. 2. sætið fékk hárvörur og sex Titlelist bolta og 3. sætið fékk kíkir og þrjá Titlelist bolta. Dregið var svo úr skorkortum og fengu Víðir Steinar, Anton Ingi, Óli Gylfa, Guðmundur Lárusson og Helgi Gunnlaugs. þrjá Titlelist bolta. Lyklakippum merkt Artic open (25 ára viðhafnarútgáfa) var dreift til allra á staðnum. Unglingaráð og foleldrafélag þakkar ykkur sem þátt tóku í mótaröðinni kærlega fyrir þátttökuna og sjáumst vonandi á næsta vetri.
Verðlaunaafhending púttmótaraðar unglingaráðs
16.3.2012 | 12:25
Úrslit réðust í gær um 2. sætið í unglingaflokki en Kristján Benedikt og Daníel Hafsteins kepptu 18 holu hring í höggleik. Sigraði Kristján Benedikt og hreppti þar með það sæti.
Úrslit ráðin í púttmótaröðinni.
12.3.2012 | 08:38
Eftirfarandi eru efst í púttmótaröð unglingaráðs:
+19 ára kk.:
- Þorvaldur Jónsson
- Þórir V. Þórisson
- Ingi Hauksson
+19 ára kvk.:
- Anna Einarsdóttir
- Auður Dúadóttir
- Harpa Ævarsdóttir
Unglingaflokkur:
- Stefán Einar Sigmundsson
- 2.-3.Kristján Benedikt Sveinsson
- 2.-3 Daníel Hafsteinsson
Í unglingaflokki urðu tveir jafnir í 2. sæti og þurfa þeir að útkljá málin með 18 holu hring Verðlaunaafhending verður svo auglýst síðar, þegar úrslit hjá þeim verða ljós.
Úrslit í móti 8.
11.3.2012 | 19:35
Golffréttir | Breytt s.d. kl. 19:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Síðasta mót í púttmótaröð unglinga
9.3.2012 | 22:13
Keppt er í þremur flokkum á sunnudögum:
- Unglingaflokki, 18 ára og yngri.
- Karlaflokki, 19 ára og eldri
- Kvennaflokki, 19 ára og eldri.
Sex bestu af átta mótum gilda til stigameistara. Verðlaun fyrir 3 efstu sætin í hvorum flokki í lok mótaraðar ásamt verðlaunum fyrir efsta sæti í hverju móti fyrir sig.
Opið er frá kl. 10.00 en keppni hefst kl. 11.00 14.00, lengur ef þurfa þykir.
Verð 1.000 kr. í eldri flokknum og kr. 500 í þeim yngri.
Fyrirlestur fyrir keppnishópa
9.3.2012 | 21:59
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Úrslit í mót nr.7
8.3.2012 | 11:10