Bloggfærslur mánaðarins, september 2012

Uppskeruhátíð barna og unglinga hjá klúbbnum fór fram á þriðjudaginn.

Uppskeruhátíð barna og unglinga hjá klúbbnum fór fram á þriðjudaginn.

Að lokinni púttkeppni bauð unglingaráð til pizzuveislu hjá Vídalín, eftir að allir höfðu gert matnum góð skil fór Ólafur kennari yfir sumarið og helstu afrek þeirra ungu kylfinga sem fengu viðurkenningar.

Allir 12 ára og yngri fengu sérstakt viðurkenningarskjal fyrir þátttöku í æfingum og keppnum á vegum GA

Eftirfarandi fengu viðurkenningar.

Fyrir góða ástundun: Fannar Már Jóhannsson og Andrea Ýr Ásmundsdóttir

Sérstök hugarfarsverðlaun: Jón Heiðar Sigurðsson og Sara María Birgisdóttir

Framfaraverðlaun: Lárus Ingi Antonsson og Víðir Steinar Tómasson

Verðlaun fyrir bestan árangur í mótum í sumar: Stefanía Elsa Jónsdóttir í stúlknaflokki

Kristján Benedikt Sveinsson í flokki 14 ára og yngri

Ævarr Freyr Birgisson í flokki 15 - 18 ára

Æfingum úti er lokið og hefjast æfingar inni í Golfhöll 5. nóvember skv tímatöflu sem mun verða birt innan tíðar á unglingablogg síðu GA.

Auk Óla kennara og unglingaráðs þá vill stjórn og starfsfólk GA þakka ykkur unga fólk fyrir sumarið.


Uppskeruhátíð !

Uppskeruhátíð unglinga Golfklúbbs Akureyrar verður haldin þriðjudaginn 25. september kl. 17.00 á Jaðri

Óli setur upp smákeppni, veittar verða viðurkenningar fyrir góða frammistöðu og svo endum við á pizzupartý a la Jón J

Hlökkum til að sjá ykkur öll

 

Óli og unglingaráð


Hlé á æfingum

Halló halló

Gert hefur verið hlé á æfingum - engar fleiri æfingar verða úti þetta haustið.

Við byrjum að æfa inni 5. nóvember skv vetrar æfingatöflu sem verður kynnt á Uppskeruhátíð þriðjudaginn 25. september.

Uppskeruhátíð hefst kl 17.00 og verður haldin hér að Jaðri ef veður leyfir annars í inniaðstöðinni í Íþróttahöllinni.

Það verður nánar auglýst síðar Wizard

Óli og unglingaráð


Æfing á fimmtudag ef veður leyfir

Halló halló

Eins og er er allt hvítt upp á Jaðarsvelli og því engar æfingar hér en um leið og snjóa leysir þá endilega koma í golf. Ef veður leyfir þá verða æfingar á fimmtudaginn.

Síðan líður að uppskeruhátíð............... nánar auglýst síðar

Verið er að gera klárt í höllinni fyrir veturinn, mála og gera fínt. Æfingar byrja þar þegar lengra líður á haustið.

Kveðja úr snjónum að Jaðri  Cool


Æfingar falla niður á morgun mánudag vegna veðurs

Æfingar falla niður á morgun mánudag vegna veðurs.

Veðurspáin er ekki beint hliðholl golfiðkun á morgun og munu því æfingar falla niður.

Æfingar eru annars samkv tímatöflu þessa viku.

Fljótlega verður svo gert hlé á æfingum þar til inniæfingar hefjast í nóvember. Nánar auglýst síðar

Kveðja

Óli


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband