Bloggfærslur mánaðarins, júní 2013

Miðvikudagurinn 26 júní

Í dag var spil þar sem krakkarnir fengu að spreyta sig á foursome út á velli. Dregið var í lið og voru 2 lið ræst út saman. Krakkarnir létu vindu og smá rigningu ekki á sig fá og sýndu flott tilþrif út á velli. Það voru 18 krakkar sem mætu og voru liðin því 9.

Sigurvegarar dagsins voru þeir Lárus og Patrik á 45 höggum og voru þeir því 3 höggum á undan Andreu og Kristjáni sem urðu í 2 sæti á 48 höggum.

Við minnum krakkanna á fundinn á mánudaginn næsta þar sem farið verður yfir fyrirkomulagið á næsta miðvikudagsmóti. 


Mánudagurinn 24 júní

Mánudagur 24.06.2013

Í dag hittust krakkarnir og þjálfararnir inn í skála þar sem var haldinn stuttur fundur um leikafbrigði golfs og hvaða leikfyrirkomulög við komum til með að spila á miðvikudögum.

Í þetta skipti varð foursome fyrir valinu og kynntum við þann leikstíl fyrir krökkunum og fórum við yfir hvernig sá leikur er spilaður. Krakkarnir voru svo dregin saman í lið þar sem þau fóru í 10 holu ratleik þar sem þau fengu að prufa spila foursome.

Sigurvegarar ratleiksins voru þær Ingunn Alda og Andrea og við óskum þeim til hamingju með þann sigur.

Við vonumst til að sjá sem flesta á miðvikudaginn næsta þar sem við munum spila forsome :) 


Miðvikudagsmót 19 júní

Miðvikudagurinn 19.06.2013

Í dag var haldið 2 kylfu mót þar sem krakkarnir þurftu að hlaupa á milli högga, tveir leikmenn voru saman í liði og voru bæði að hugsa um skor og keppa við klukkuna. Krakkarnir spiluðu 4 holur.

Reglurnar voru þannig að hver leikmaður mátti bara taka 10 högg á hverri holu annars þurfti hann að taka upp kúluna og fara á næsta teig. Samanlagt skor hjá hverju liði var svo deilt í þann tíma sem það tók liðið að spila holurnar.

Liðin voru:
Andrea - Ingunn
Sveinn - Daníel
Björn - Gunnar
Dagur - Davíð
Lárius - Mikki

Sigurvegarar dagsins voru Lárus og Mikki sem voru samtals á 43 höggum og voru aðeins 17 mínútur að spila holurnar og enduðu því á skori upp á 2,53


Norðurlandsmótaröð unglinga á Dalvík frestað

Mótið sem átti að vera á Dalvík 9. júní hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Nánari upplýsingar um mótið koma síðar.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband