Uppskeruhátíð unglinga GA

Nú er komið að uppskeruhátíð - lokahófi hjá okkar yngri kylfingum

Mæting kl 18.00 í Golfhöllinni á morgun föstudag 22. nóvember

Glens og gaman, viðurkenningar og veitingar

Hlökkum til að sjá ykkur öll krakkar


Lokahóf unglinga í GA

Lokahóf unglinga GA á föstudaginn 22. nóvember.

Mæting í Golfhöllinni kl. 18.00 Dagskrá send út síðar. Vinsamlegast látið berast til allra


Næstkomandi föstudag, 15. nóvember verður haldinn foreldrafundur i Golfhöllinni vegna fyrirhugaðar æfingaferðar GA

Næstkomandi föstudag, 15. nóvember verður haldinn foreldrafundur i Golfhöllinni vegna fyrirhugaðar æfingaferðar GA

 

Ákveðið hefur verið að fara til Islantilla á Spáni.

Fundurinn verður haldinn í Golfhöllinni og hefst hann kl: 17:00.

Hvetjum við sem flesta foreldra til þess að mæta.

Unglingaráð.


Opnunarpúttmót sunnudaginn 3. nóvember

Opnunarpúttmót sunnudaginn 3. nóvember

 

Engin skráning bara að mæta frá kl. 11.00 – 14.00 lengur ef þörf krefur – Höllin opnar kl. 10.00

 

Innkoman af þessu fyrsta púttmóti vetrarins fer í rekstrarsjóð inniaðstöðu - Skjárinn Golf o.fl

 

Verðlaun frá Nóa Síríus  o. fl verða veitt fyrir 3 bestu skor í karlakvenna- og unglingaflokki

 

Svo verður einhver einn sem fær verðlaun fyrir góða nýtingu

 

Teiggjöf

 

Verð kr 1.000.- fyrir fullorðna. Kr. 500.- fyrir 18 ára og yngri


Fyrirhuguð æfinga- & golfferð

Verið er að skoða möguleika á að fara í golfferð erlendis með Brian golfkennara

 

Það er verið að skoða að fara í golfferð með keppnishópa GA, foreldra og aðra félaga í GA.

Dagsetningar sem verið er að skoða eru 10/11 apríl - 20/21 apríl - Páskar koma þarna inn í.

 

Lögð verður áhersla á æfingar og golfleik

 

 

Nokkrir staðir koma til greina eins og Skotland, Spánn, Portúgal og USA

Meira síðar

 


Kynning á vetrarstarfi barna- og unglinga

Í gær fór fram kynning á vetrarstarfi barna og unglinga í GA haldin að Jaðri.  Mjög góð mæting var á kynninguna, en um 75 áhugasamir krakkar og foreldrar komu og kynntu sér það sem framundan er í vetur.

Golfkennari GA, Brian Jenssen kynnti starfið og hafði sér til halds og trausts þá Jón Birgi Guðmundsson úr unglinganefnd og Inga Torfa Sverrisson úr afreksnefnd.  Farið var vítt og breitt yfir markmið með starfinu og hvaða leiðir yrðu farnar til að ná þeim.  Að kynningu lokinni var pizzuveisla, en því næst var hópnum skipt í tvennt, þar sem þeir lengra komnu annars vegar og byrjendur hins vegar fengu nánari upplýsingar um þætti sem snúa beint að þeim.

Nánari upplýsingar verða settar á vefinn eftir því sem aðstæður kalla á.  Annar kynningarfundur verður svo haldinn í Golfhöllinni nokkrum vikum eftir að vetrarstarfið verður komið af stað.

Æfingataflan er komin á heimasíðu GA www.gagolf.is

http://www.gagolf.is/is/born-og-unlingar/aefingatafla

Nánari upplýsingar hjá starfsfólki GA í síma 462 2974 eða senda fyrirspurn á gagolf@gagolf.is

 


Hlé gert á æfingum - Byrjum aftur inni 28. okt

Halló allir

Börn og unglingar í GA - Gerum nú hlé á æfingum.

Æfingar hefjast aftur mánudaginn 28. október í inniaðstöðu okkar í Íþróttahöllinni

Æfingatafla kynnt fyrir þann tíma.


Ný æfingatafla - gildir þar til inniaðstaða opnar

Æfingatafla haust 2013

Drengir sem voru í hóp 1. 2 og 3 þriðjudaga frá kl 15.30 - 17:00

Keppnishópar eldri þriðjudaga frá kl 17.30 - 19.00

Stúlkur sem voru í hóp 1 og 2 miðvikudaga frá kl 15.30 - 17:00

Keppnishópar yngri miðvikudaga frá kl 17.30 - 19.00

 

Æfingatafla þessi gildir þar til inniaðstaðan opnar


Greifamótið á sunnudag

Halló Halló

Veðurspáin er öll að ganga til baka og ákveðið að halda mótaskrá óbreyttri svo Greifamótið er á dagskrá á sunnudaginn

 

Skráning til hádegis á laugardag – sjá www.golf.is

 

 Mótið hefst klukkan 08:00

 

Mótið er flokkaskipt og kynjaskipt. Höggleikur án forgjafar.

 Elstu keppendurnir verða ræstir út fyrst og yngstu síðast.

 

Mótið er fyrir alla, byrjendur sem lengra komna.

 Flokkarnir eru eftirfarandi:

Ø Byrjendaflokkur, strákar og stelpur - 9 holur gull teigar.

Ø 12 ára og yngri, strákar og stelpur - 9 holur rauðir teigar

Ø 14 ára og yngri, strákar og stelpur - 18 holur

Ø 15 - 16 ára, strákar og stelpur - 18 holur

Ø 17 - 18 ára, strákar og stelpur - 18 holur

 

Púttkeppni

Pylsur og verðlaunaafhending

 

Mótsgjald greitt af unglinganefnd


Æfingar næstu daga

Halló krakkar

Æfingar skv æfingatöflu eins og hún hefur verið í sumar falla niður þessa viku. En endilega koma og spila aðalvöllinn þeir sem eru farnir að gera það eða spila "Dúddesen" - Svo er alltaf hægt að koma og fá tóken í afgreiðslu og slá á æfingasvæðinu. Taka púttæfingar og vippa Grin

Upplýsingar um nýjan æfingatíma kemur svo inn hér innan tíðar


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband