Æfing fellur niður á morgun þriðjudag
19.8.2013 | 09:50
Æfing fellur niður á morgun þriðjudag 20. ágúst vegna móts í Unglingamótaröð Norðurlands á Dalvík
Ennfremur falla niður æfingar á fimmtudag og föstudag vegna sveitakeppni unglinga
Nú er skólinn að hefjast og verða nýjir æfingatímar auglýstir á heimasíðu klúbbsins innan tíðar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Intersport Open á Dalvík
19.8.2013 | 08:48
Mótið hefst klukkan 08:00, þriðjudaginn 20. ágúst og lýkur skráningu mánudaginn 19. ágúst kl 12:00
Elstu keppendurnir verða ræstir út fyrst og yngstu síðast.
Mótið er fyrir alla, byrjendur sem lengra komna.
Mótið er flokkaskipt og kynjaskipt. Höggleikur án forgjafar.
Flokkarnir eru eftirfarandi:
 Byrjendaflokkur, strákar og stelpur - 9 holur gull teigar.
 12 ára og yngri, strákar og stelpur - 9 holur rauðir teigar
 14 ára og yngri, strákar og stelpur - 18 holur
 15 - 16 ára, strákar og stelpur - 18 holur
 17 - 18 ára, strákar og stelpur - 18 holur
Nándarverðlaun.
Vippkeppni í öllum flokkum.
Mótsgjald er 1.500 krónur,
Skráning fer fram á golf.is
og hjá Guðmundi í síma 892-3381
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kynningarfundur með foreldrum barna- og unglinga í GA
21.7.2013 | 16:53
Kynningarfundur með foreldrum barna- og unglinga í GA
Unglinganefnd og kennarar boða til kynningar á starfinu þriðjudaginn 23. júlí kl. 18.00 að Jaðri
Vonumst til að sjá sem flesta
Unglinganefnd
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagurinn 17 júlí
18.7.2013 | 10:40
Í dag var haldið 4 holu mót með sama fyrirkomulagi og krakkarnir höfðu æft sig að spila síðastliðinn mánudag, sem var Texas Scramble.
Krakkarnir voru dregin saman í lið og voru alls 12 lið sem verður að teljast nokkuð góð mæting.
Liðin:
Svenni - Hákon
Elín - Björn
Auðunn - Anna
Ingunn - Ólavía
Tinna - Kristján
Sigrún - Tumi
Mikael Guðjón - Gulli
Gunnar A. - Róbert
Davíð - Sara J.
Emilía - Mikael Máni
Andrea - Sara
Aron - Sigurður
Sigurvegararnir að þessu sinni voru þau Emilía Jóhannsdóttir og Mikael Máni Sigurðsson sem spiluðu holurnar 4 á 13 höggum eða á 1 undir pari sem verður að teljast frábær árangur og óskum við þeim til hamingju með sigurinn.
Einnig viljum við minna á áskorendamótaröðina sem fram fer á Dalvík næsta laugardag og GSÍ mótaröðina sem fer fram á Jaðri um helgina. Við vonumst til að sem flestir af okkar krökkum taki þátt á þessum mótum og óskum við þeim góðs gengis.
Kv. Þjálfararnir :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagurinn 15.07.2013
15.7.2013 | 11:34
Í dag prófuðum við að spila Texas Scramble. Það spilast þannig að tveir eru saman í liði og slá báðir hvert högg en velja alltaf betri boltann eftir hvert högg. Sá sem á ekki betri boltann nær þá í sinn bolta og leggur hann niður þar sem hinn boltinn lá og slær þaðan. Þannig gengur það við hvert högg. Við spiluðum fjórar holur í dag, 10, 11, 12 og 18.
Á miðvikudaginn ætlum við að spila með sama fyrirkomulagi en þá verða krakkarnir dregnir saman í lið en í dag var valið í lið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagurinn 05.07.2013
5.7.2013 | 09:24
Þá er komið að því!!!
Mánudaginn næsta mun Meistaramót barna/unglinga hefjast og viljum við því minna alla á að skrá sig og taka þátt í þessu skemmtilega móti með okkur.
Spilað verður mánudag og þriðjudag, ræst verður út klukkan 08:00, byrjendur verða ræstir út af sérteigum og þeir vanari af rauðum teigum. Rástíma má svo sjá á golf.is þegar nær dregur.
Eftir mót verður að sjálfsögðu verðlauna afhending og grillveisla þar sem ávallt er mikið stuð og við vonumst til sjá sem flesta :D
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagurinn 3. júlí
3.7.2013 | 21:36
Í dag var byrjað á því að kenna krökkunum að telja punkta eftir Stableford kerfi. Samkvæmt því kerfi er parið á 18 holum 36 punktar, þ.e. 2 punktar á hverja holu. Þegar þjálfarar voru búnir að kenna þetta skemmtilega talningarkerfi, fóru krakkarnir út að spila, og töldu punktana sem þau fengu. Spilaðar voru seinni 9 holurnar, við fínar aðstæður og skemmtu krakkarnir sér mjög vel. Talningin gekk vel og stóðu krakkarnir sig vel við að telja punktana sína. Úrslit verða birt síðar.
Æfing morgundagsins fer svo fram eftir áður útgefinni tímatöflu, og hlökkum við til að sjá sem flesta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Upplýsingar um barna og unglingastarf GA í sumar
3.7.2013 | 21:20
Á heimasíðu GA www.gagolf.is er að finna gagnlegar upplýsingar um barna og unglingastarf klúbbsins
slóðin er http://www.gagolf.is/is/born-og-unlingar
þar má líka finna æfingatöflu fyrir sumarið og hópaskiptingu. Ef þitt barn er ekki á listanum þá vinsamlegast hafið samband við skrifstofu eða kennara.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Allar æfingar falla niður vikuna 8. - 12 . júlí
3.7.2013 | 21:07
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagurinn 26 júní
26.6.2013 | 11:57
Í dag var spil þar sem krakkarnir fengu að spreyta sig á foursome út á velli. Dregið var í lið og voru 2 lið ræst út saman. Krakkarnir létu vindu og smá rigningu ekki á sig fá og sýndu flott tilþrif út á velli. Það voru 18 krakkar sem mætu og voru liðin því 9.
Sigurvegarar dagsins voru þeir Lárus og Patrik á 45 höggum og voru þeir því 3 höggum á undan Andreu og Kristjáni sem urðu í 2 sæti á 48 höggum.
Við minnum krakkanna á fundinn á mánudaginn næsta þar sem farið verður yfir fyrirkomulagið á næsta miðvikudagsmóti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)