Mánudagurinn 24 júní
24.6.2013 | 11:23
Mánudagur 24.06.2013
Í dag hittust krakkarnir og þjálfararnir inn í skála þar sem var haldinn stuttur fundur um leikafbrigði golfs og hvaða leikfyrirkomulög við komum til með að spila á miðvikudögum.
Í þetta skipti varð foursome fyrir valinu og kynntum við þann leikstíl fyrir krökkunum og fórum við yfir hvernig sá leikur er spilaður. Krakkarnir voru svo dregin saman í lið þar sem þau fóru í 10 holu ratleik þar sem þau fengu að prufa spila foursome.
Sigurvegarar ratleiksins voru þær Ingunn Alda og Andrea og við óskum þeim til hamingju með þann sigur.
Við vonumst til að sjá sem flesta á miðvikudaginn næsta þar sem við munum spila forsome :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagsmót 19 júní
24.6.2013 | 11:17
Miðvikudagurinn 19.06.2013
Í dag var haldið 2 kylfu mót þar sem krakkarnir þurftu að hlaupa á milli högga, tveir leikmenn voru saman í liði og voru bæði að hugsa um skor og keppa við klukkuna. Krakkarnir spiluðu 4 holur.
Reglurnar voru þannig að hver leikmaður mátti bara taka 10 högg á hverri holu annars þurfti hann að taka upp kúluna og fara á næsta teig. Samanlagt skor hjá hverju liði var svo deilt í þann tíma sem það tók liðið að spila holurnar.
Liðin voru:
Andrea - Ingunn
Sveinn - Daníel
Björn - Gunnar
Dagur - Davíð
Lárius - Mikki
Sigurvegarar dagsins voru Lárus og Mikki sem voru samtals á 43 höggum og voru aðeins 17 mínútur að spila holurnar og enduðu því á skori upp á 2,53
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Norðurlandsmótaröð unglinga á Dalvík frestað
5.6.2013 | 16:17
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Æfingar vikuna 27. maí - 31. maí verða að Jaðri
23.5.2013 | 15:35
Allar æfingar skv tímatöflu í næstu viku verða að Jaðri. Árni og Frikki sjá um æfingar, Brian skreppur frá en kemur til starfa aftur 2. júní
Munið að taka golfsettin ykkar í Golfhöllinni fyrir helgi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Æfingar samkvæmt tímatöflu þessa viku
19.2.2013 | 13:22
Það verða allar æfingar samkvæmt tímatöflu þessa viku og er Brian mættur til starfa og mun hann taka við af Árna núna í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Æfingar falla niður í dag fimmtudag 14/2 og á morgun föstudag 15/2
14.2.2013 | 12:30
Allt er þetta breytingum háð - við þurfum að fella niður æfingar í dag fimmtudag og á morgun föstudag
Eigið góða helgi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Æfingar skv tímatöflu þessa viku
12.2.2013 | 10:28
Hlé hefur verið gert á múrbroti um stund í æfingaaðstöðunni og verða því æfingar samkv tímatöflu þessa viku
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Framkvæmdir í Golfhöllinni
8.2.2013 | 09:05
Eins og flest ykkar vita þá er verið að laga aðstöðuna okkar í Golfhöllinni og gera hana enn betri í gær þurftum við að fella niður síðustu æfingu og æfingar í dag föstudag falla niður
Ég mun reyna að koma til ykkar skilaboðum tímanlega um gang mála og ef æfingar falla niður ennfremur setja það hér inn á unglingasíðuna.
Einnig vil ég benda ykkur á heimasíðu GA www.gagolf.is ATBURÐIR Á NÆSTUNNI þar er sett inn það sem er á döfinni hverju sinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Æfingar hefjast samkv tímatöflu mánudaginn 14. janúar
13.1.2013 | 20:06
Tími | Mánudagur | Þriðjudagur | Miðvikudagur | Fimmtudagur | Föstudagur |
15:00-16:00 | Drengir 2002 og yngri | Drengir 1998-2001 | Drengir 2002 og yngri | Drengir 1998-2001 | Drengir keppnishópur 1999 |
16:00-17:00 | Drengir keppnishópur 1999 | Drengir keppnishópur 1996-1997 | Drengir keppnishópur 1998 | Drengir keppnishópur 1996-1997 | Drengir keppnishópur 1998 |
17:15-18:15 | Stúlkur 2000 og yngri | Stúlkur 1999 og eldri | Stúlkur 2000 og yngri | Stúlkur 1997 og eldri | |
20:00-21:00 | Keppnishópar (einkatímar í samráði við kennara) | Boginn börn/unglingar | Keppnishópar (einkatímar í samráði við kennara) | ||
Keppnishópur 1999 Daníel Bjarni Áki Lárus Gunnar | Keppnishópur 1998 Stefán Fannar Viktor Aðalsteinn Jón Sævar | Keppnishópur 1996-1997 Tumi Kjartan Ævarr Víðir Eyþór Óskar Stefanía |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Æfingar - veturinn 2013
2.1.2013 | 20:41
Vetraræfingar hefjast innan tíðar - ný æfingatafla í smíðum.
Æfingar fara fram í kjallara íþróttahallarinnar og í Boganum. Nánari auglýst síðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)