Æfingar falla niður 17. júní

flag_of_iceland.pngÆfingar falla niður fimmtudaginn 17. júní.

Hins vegar er völlurinn alltaf opinn og öllum velkomið að koma og æfa sig.

Eigið góðan lýðveldisdag !!!


Sjónvarpstöðin N4 heimsótti GA.

Hér er hægt að sjá myndband frá því þegar Sjónvarpstöðin N4 heimsótti GA

9 holu golfmót á morgun

Á morgun, miðvikudaginn 16. júní verður 9 holu golfmót kl 8:30, skráning í golfskála.  Þetta mót er fyrir lengra komna.

Norðurlandsmótaröð unglinga

 �varr Freyr Birgisson f�r � 73 h�ggum, e�a 1 yfir par.

Ævarr Freyr Birgisson fór á 73 höggum eða 1 yfir par!

Sunnudaginn 13. júní fór fram fyrsta mót í Norðurlandsmótaröð unglinga 2010 og var það á Arnarholtsvelli (Dalvík).  Stór hópur af krökkum frá Golfklúbbi Akureyrar tók þátt í mótinu og komu mörg þeirra til baka hlaðin verðlaunum.  Eitt er víst að þetta er bara byrjunin á því sem koma skal því að ljóst er að GA á marga efnilega kylfinga.

Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, Ævarr Freyr Birgisson, Ólöf Marín Hlynsdóttir og Erik Snær Elefsen sigruðu sína flokka.

Björn Auðunn Ólafsson, Stefanía Elsa Jónsdóttir, Tumi Hrafn Kúld, Harpa Jóhannsdóttir, Sævar Helgi Víðisson og Helena Arnbjörg Tómasdóttir voru í 2. sæti

Lárus Ingi Antonsson, Sigrún Kjartansdóttir og Stefán Vilhelmsson voru í 3. sæti.

Til hamingju krakkar!!!!!


Æfingatafla 2010

Breytingar hafa orðið á æfingatöflu (sjá æfingatöflu 2010)
 
Ég vil benda fólki á að hér til vinstri er hægt að sjá hópaskiptingu, ef þú/ykkar barn er ekki skráð þar þá er ykkar æfing samkvæmt fæðingarári í æfingatöflu en ekki fæðingarár + hópur.

Norðurlandsmótaröð unglinga

image003.jpgIntersport open: 1. mót í Norðurlandsmótaröð

unglinga verður hjá GHD á Dalvík

Sunnudaginn 13. júní 2010

Þeir sem nota golf.is og eru komnir með forgjöf eru beðnir um að skrá sig þar inn ef þeir vilja taka þátt í mótinu.

Þeir sem ekki eru komnir með forgjöf geta skráð sig á blað sem hangir á töflu uppi í golfskála GA fyrir nk. Föstudag og Óli mun þá skrá þá aðila inn. Ath: það þarf að skrá kennitölu á það blað.

Foreldrar þurfa sjálfir að sjá um að koma börnum sínum á Dalvík og æskilegt er að einhver fullorðinn fylgi þeim yngstu og þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í golfinu.

Unglingaráð sér um að greiða mótsgjald fyrir keppendur GA sem er kr. 1.500 á hvern keppanda


Æfingar falla niður!

Æfingar falla niður þriðjudaginn 8. júní og miðvikudaginn 9. júní...

Fimmtudaginn 10. júní byrja svo æfingar aftur en eftir nýrri tímatöflu.  Búið er að skipta niður í hópa og er hægt að smella á tengilinn hér til vinstri (hópaskipting 2010) til að sjá hvaða hóp þið eruð í.

Nýja æfingataflan hangir uppi á Jaðri en vonandi verður hún komin hingað inn seinna í dag eða á morgun.

Gleðilegt golfsumar!


Mótaröð unglinga (2)

Önnur mótaröð unglinga fór fram 5 - 6. júní á Korpúlfsstaðavelli (GR)
Golfklúbbur Akureyrar átti þar 5 unga kylfinga og stóðu þau sig frábærlega.
 
stefelsa.jpg
 
Stefanía Elsa Jónsdóttir keppti í flokki 14 ára og yngri og fór fyrri hringinn á 90 höggum og þann seinni á 100 höggum eða samtals 190 höggum og endaði í 3. sæti og viljum við óska henni til hamingju með glæsilegan árangur!
 
Kristján Benedikt Sveinsson keppti í flokki 14 ára og yngri og var samtals á 167 höggum
 
Ævarr Freyr Birgisson keppti í flokki 14 ára og yngri og var samtals á 168 höggum.
 
Tumi Hrafn Kúld keppti í flokki 14 ára og yngri og var samtals á 171 höggi.
 
Stefán Einar Sigmundsson keppti í flokki 14 ára og yngri og var samtals á 176 höggum.
 
 
Þetta er glæsilegur árangur hjá krökkunum og greinilega framtíðar kylfingar hér á ferð.
 
TIL HAMINGJU KRAKKAR!!!

Mót sumarið 2010

9. júní - Höggleikur  18 holur fyrir þá sem eru vanir og með forgjöf.

13. júní - Norðurlandsmót Dalvík.

16. júní - Holukeppni.

23. júní - Vanur - óvanur.

30. júní - Riderkeppni.

5-6. júlí - Meistaramót innanfélagsmót.

14. júlí - Sér teigar 9 holur.

27. júlí - Norðurlandsmót Ólafsfjörður.

10. ágúst - ATH æfinga sveitakeppni Húsavík.

29. ágúst - Lokamót Norðurlandsmótaröð.

 

ATH.. fleiri mót eiga eftir að bætast við og verða þau auglýst hér á síðunni.

 


Golfævintýri á Dalvík !!!

Á fundi í gærkvöldi var ákveðið að hafa opið fyrir skráningu í golfævintýrið fram að kvöldmat á sunnudag (6. júní). Við hvetjum alla til að mæta og lofum mjög skemmtilegum dögum.  Eins og staðan er í dag þá eru 50 börn og unglingar á öllum aldri skráð.
 
Vegna fyrirspurna er rétt að taka fram að ekki þarf að taka með sér dýnur heldur einungis svefnpoka/sæng, lak og kodda.
 
Við reiknum með því að á svæðinu verði læstur gámur til þess að geyma golfsettin.
 
Dagskrá kemur til með að liggja fyrir á mánudag.
 
Því miður var of lítill fyrirvari núna til þess að PGA golfkennararnir næðu að koma til okkar en það lítur samt út fyrir að það komi eitthvað af krökkum að sunnan sem þegar voru búin að skrá sig í golfævintýrið í Vestmannaeyjum.
 
Verð: 18.000.
 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband