Færsluflokkur: Bloggar

Æfingar falla niður vegna sveitakeppna:

Nú um helgina og einnig um næstu helgi eru sveitakeppnir í mörgum flokkum. Þar sem Óli verður með sínum liðum falla æfingar niður á fimmtudag og föstudag, bæði núna og í næstu viku

Æfingaferð fyrir sveitakeppni á Húsavík þriðjudaginn 10. ágúst

Óli er búinn að láta þau vita sem eiga kost á að fara. Lagt verður af stað kl. 7.30 frá Jaðri ( gott að mæta aðeins fyrr ) Þeir sem eru ekki með far með sínu foreldri borga þeim bílstjóra sem þeir fara með kr. 1200 ( sama gjald og þegar farið er í...

Golfmót fyrir byrjendur og þá sem eru með 30 eða meira í forgjöf

Miðvikudaginn 4. ágúst verður golfmót fyrir byrjendur og þá sem eru með meira en 30 í forgjöf. Það þarf að skrá sig á lista á skrifstofunni. Mæting hjá öllum kl. 7.50 á miðvikudagsmorgun og ræst verður út frá kl. 8.00. Foreldrar velkomnir að rölta með....

Frídagur verslunarmanna

Æfingar falla niður mánudaginn 2. ágúst frídag verslunarmanna Óli

Þriðja mótið í Norðurlandsmótaröðinni var haldið í Ólafsfirði í dag

97 keppendur voru skráðir til leiks og stóðu krakkarnir í GA sig frábærlega vel og voru klúbbnum okkar til mikils sóma. Helstu úrlit voru: Stúlkur 17 - 18 ára Stefanía Kristín Valgeirsdóttir GA 78 Brynja Sigurðardóttir GÓ 85 Vaka Arnþórsdóttir GHD 95...

Æfingar þriðjudaginn 27 júlí

falla niður vegna unglingamótsins í Ólafsfirði þriðjudaginn 27 júlí. Unglingaráð bið afsökunar á þeim drætti sem varð á tilkynningu þessari.

Norðurlandsmótaröðin

Minnum á 3ja mótið í Norðurlandsmótaröðinni sem fram fer í Ólafsfirði þriðjudaginn 27. júlí. Skráning fer fram á golf.is og það þarf að vera búið að skrá sig fyrir kl. 13.00 sunnudaginn 25. júlí. Unglingaráð

Vestmannaeyjafarar komnir heim

Krakkarnir sem fóru til Vestmannaeyja voru að skila sér heim. Þau stóðu sig öll vel og voru GA til mikils sóma. Lokastaðan eftir 3 hringi: Björn Auðunn 236 högg Stefanía Kristín 292 högg Ævarr Freyr 251 högg Kristján Benedikt 259 högg Tumi Hrafn 261 högg...

Vestmannaeyjar dagur 2

Veðrið hefur leikið við okkur í dag. Lognið í dag var jafn mikið og rokið í gær en skorið breyttist lítið. Sjáum ekki íslandsmeistaratitil í hendi okkar en allir skemmta sér vel þó stutt hafi verið í tárin á köflum. Nýr dagur á morgun og allir stefna á...

Fyrstu fréttir úr Vestmannaeyjum

Allt hefur gengið vel. Fórum æfingahring á fimmtudegi, urðum fyrir einu slysi þar sem einn okkar tók á móti upphafshöggi með höfðinu. Kostaði ferð á slysó en harðjaxlinn hrinsti þetta af sér og spilaði sinn fyrsta hring í mótinu í dag. Allir stóðu sig...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband