Færsluflokkur: Golffréttir
Framkvæmdarstjórinn vann kennarann
27.11.2011 | 17:05
Framkvæmdarstjórinn okkar hún Halla Sif vann hið æsispennandi Texas mót sem haldið var í Golfhöllinni í dag sunnudag. Naut hún dyggrar aðstoðar Jóns Heiðars og fóru þau 36 holurnar á samtals 13 undir. Úrslit urðu annars eftirfarandi: 1. sæti, Halla...
Golffréttir | Breytt s.d. kl. 19:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Utanlandsfarar með púttmót
24.11.2011 | 10:36
Púttmót, Texas scramble . Þú skráir þig til leiks og færð með þér leikmann úr keppnishóp unglinga. Fyrirkomulagið er eins og í Texas scramble, tveir pútta frá upphafsreit, merktur er betri bolti og púttað er báðum boltum frá þeim stað. Leiknar eru 36...
Golffréttir | Breytt 25.11.2011 kl. 21:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sveitakeppni 15 ára og yngri á Jaðarsvelli
22.11.2011 | 16:21
Núna er óðum að komast mynd á mótafyrirkomulag hjá GSÍ. Það sem snýr að okkur Akureyringum þá hlýtur það að teljast gleðiefni að fá sveitakeppni drengja 15 ára og yngri til okkar en hún verður haldin helgina 17.-19. ágúst. Piltar 16 - 18 ára verða svo á...
Golffréttir | Breytt 23.11.2011 kl. 22:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ný æfingatafla
4.11.2011 | 09:33
Ný æfingatafla tekur gildi næstkomandi mánudag. Æfingataflan er hér til vinstri á síðunni. Einnig er ný könnun kominn inn hér til hægri.
GA eignast Unglingalandsmótsmeistara
3.8.2011 | 09:58
Um síðustu verslunarmannahelgi fór fram á Egilsstöðum Unglingalandsmót UMFÍ. Ein af greinum mótsins var golf og tóku þrír keppendur frá GA þátt, þeir Aðalsteinn Leifsson, Fannar Már Jóhannsson og Kristján Bennedikt Sveinsson, allir í flokki 11 - 13 ára....
Golffréttir | Breytt s.d. kl. 11:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Úrslit í Ryder
6.7.2011 | 14:56
Evrópa sigraði með minnsta mögulega mun 5 1/2 móti 4 1/2 USA. Einstök úrslit urðu eftirfarandi, feitletrað þýðir sigur viðkomandi einstaklings og USA keppendur taldir upp á undan: Víðir - Kjartan JAFNT Kristján - Stefán 3/2 Eyþór - Tumi 2/1 Daníel -...
Ryder
5.7.2011 | 19:02
Nú hefur verið skipað í tvö lið. USA: Eyþór, Guðrún Karitas, Víðir, Kristján og Daníel. Evrópa: Tumi, Stefanía, Kjartan, Stefán og Sævar. Mæting er alls ekki seinna en kl. 07:50.
Ryder-cup
4.7.2011 | 15:46
Á miðvikudaginn verður hið hefðbundna Miðvikudagsmót. Það verður með því fyrirkomulagi að þeir sem taka þátt verður skipt í tvö lið. Fyrri 9 holurnar verða tveir saman og keppa í fjórmenning en þá slá samherjar boltanum til skiptis. Seinni níu verður...
Gleðileg jól
24.12.2010 | 11:39
Unglingaráð óskar ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju golfári og þakkar fyrir það gamla.
Golffréttir | Breytt 25.12.2010 kl. 15:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Golfmót
6.10.2010 | 21:09
Vegna hagstæðrar veðurspár hefur verið sett á golfmót, laugardaginn 9. október. Þetta mót er til styrktar unglingunum okkar. Mótið er opið öllum, ungum sem öldnumi og skráning fer fram á golf.is. Þar sem mótið var stofnað inn á golf.is á þriðjudaginn...