Glæsileg verðlaun í púttmótaröðinni

Óhætt er að segja að aldrei hafi verið jafn vegleg verðlaun í púttmótaröð unglingaráðs. Í karla- og kvennaflokki voru Ping pútterar í 1.verðlaun frá Íslensk-Amrísaka (Óla Gylfa) og Hole in one. Fyrir 2. sætið voru hárvörur að verðmæti 7.500 kr. og kjötkarfa frá Goða. Í 3. sæti var svo kjötkarfa frá Goða.

Í unglingaflokki voru 1. verðlaun Mizuno Warmalite peysa að verðmæti 15.000 kr. 2. sætið fékk hárvörur og sex Titlelist bolta og 3. sætið fékk kíkir og þrjá Titlelist bolta. Dregið var svo úr skorkortum og fengu Víðir Steinar, Anton Ingi, Óli Gylfa, Guðmundur Lárusson og Helgi Gunnlaugs. þrjá Titlelist bolta. Lyklakippum merkt Artic open (25 ára viðhafnarútgáfa) var dreift til allra á staðnum. Unglingaráð og foleldrafélag þakkar ykkur sem þátt tóku í mótaröðinni kærlega fyrir þátttökuna og sjáumst vonandi á næsta vetri.


Verðlaunaafhending púttmótaraðar unglingaráðs

Verðlaunaafhending verður haldin í Golfhöllinni mánudaginn 19. mars kl. 18:45. Hvetjum við alla sem tekið hafa þátt að koma og fylgjast með. Við höfum haldið öllum skorkortum og ætlum við að draga út nokkur skorkort. Öll skorkort verða í pottinum sem þýðir að því oftar sem einhver tók þátt, því fleiri kort með því nafn verða í pottinum.
Úrslit réðust í gær um 2. sætið í unglingaflokki en Kristján Benedikt og Daníel Hafsteins kepptu 18 holu hring í höggleik. Sigraði Kristján Benedikt og hreppti þar með það sæti.

Úrslit ráðin í púttmótaröðinni.

Eftirfarandi eru efst í púttmótaröð unglingaráðs:

+19 ára kk.:

  1. Þorvaldur Jónsson
  2. Þórir V. Þórisson
  3. Ingi Hauksson

+19 ára kvk.:

  1. Anna Einarsdóttir
  2. Auður Dúadóttir
  3. Harpa Ævarsdóttir

Unglingaflokkur:

  1.  Stefán Einar Sigmundsson
  2. 2.-3.Kristján Benedikt Sveinsson
  3. 2.-3 Daníel Hafsteinsson

Í unglingaflokki urðu tveir jafnir í 2. sæti og þurfa þeir að útkljá málin með 18 holu hring Verðlaunaafhending verður svo auglýst síðar, þegar úrslit hjá þeim verða ljós.


Úrslit í móti 8.

Óli Gylfa., Auður Dúa. og Kristján Benedikt urðu sigurvegarar í síðasta móti mótaraðar unglingaráðs þennan veturinn. Óli sigraði á 31 pútti, en 5 voru jafnir á því skori en Óli vann þegar talið var til baka og réðu síðustu 3 holur úrslitum. Auður sigraði á 30 púttum og var jöfn annarri en með betri seinni 9. Kristján Benedikt sigraði svo í unglingaflokki á 28 púttum.

Síðasta mót í púttmótaröð unglinga

Keppt er í þremur flokkum á sunnudögum:

  • Unglingaflokki, 18 ára og yngri. 
  • Karlaflokki, 19 ára og eldri
  • Kvennaflokki, 19 ára og eldri.

Sex bestu af átta mótum gilda til stigameistara. Verðlaun fyrir 3 efstu sætin í hvorum flokki í lok mótaraðar ásamt verðlaunum fyrir efsta sæti í hverju móti fyrir sig.

Opið er frá kl. 10.00 en keppni hefst kl. 11.00 – 14.00, lengur ef þurfa þykir. 

Verð 1.000 kr. í eldri flokknum og kr. 500 í þeim yngri.


Fyrirlestur fyrir keppnishópa

 

 
Miðvikudaginn 14. mars næstkomandi mun Bjarni Fritzson halda fyrirlestur fyrir afrekskylfinga. Fyrirlesturinn fjallar um íþróttasálfræði, hugarfar og heilbrigt líferni og skorum við á ykkur öll að mæta. Þetta verður haldið í Golfhöllinni og byrjar stundvíslega kl. 20:00. Við teljum að þið getið haft rosalega gott af þessu.

 

 


Úrslit í mót nr.7

Þórir Þóris., Anna Einars. og Kristján Benedikt urðu sigurvegarar sunnudagsins. Þórir sigraði á 29 púttum (jafn öðrum en með betri seinni 9 holurnar) og Anna á 31 pútti í fullorðinsflokkunum tveimur. Kristján Benedikt sigraði svo í unglingaflokki á 32 púttum (jafn öðrum en með betri seinni 9 holurnar).

Úrslit í móti 6

Guðmundur Lárusson, Auður Dúa og Stefán Einar urðu sigurvegarar sunnudagsins. Guðmundur sigraði á 30 púttum og Auður á 32 (jöfn annari en með betri síðustu 6 holurnar) í fullorðinsflokkunum tveimur. Stefám sigraði svo í unglingaflokki á 28 púttum.

Öskudagur !

Allar æfingar falla niður á Öskudag

- Miðvikudaginn 22. febrúar

 

Þjálfari


Púttmótaröð unglingaráðs nr. 6

Keppt er í þremur flokkum á sunnudögum:

  • Unglingaflokki, 18 ára og yngri. 
  • Karlaflokki, 19 ára og eldri
  • Kvennaflokki, 19 ára og eldri.

Sex bestu af átta mótum gilda til stigameistara. Verðlaun fyrir 3 efstu sætin í hvorum flokki í lok mótaraðar ásamt verðlaunum fyrir efsta sæti í hverju móti fyrir sig.

Opið er frá kl. 10.00 en keppni hefst kl. 11.00 – 14.00, lengur ef þurfa þykir. 

Verð 1.000 kr. í eldri flokknum og kr. 500 í þeim yngri.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband